Umsókn um rafræn skilríki á Auðkenniskorti
Til þess að fá rafræn skilríki á Auðkenniskorti þarf að fylla út umsókn.
Einstaklingar sem hafa notað starfsskilríki ættu í flestum tilfellum að geta notað rafræn skilríki á Auðkenniskorti til að framkvæma allar rafrænar aðgerðir fyrir hönd lögaðila svo lengi sem viðkomandi er með prókúru eða umboð á vef viðeigandi þjónustuveitanda. Í einstaka tilfellum geta þó búnaðarskilríki þurft að koma í stað starfsskilríkja þar sem rafræn skilríki á Auðkenniskorti innihalda ekki kennitölu lögaðila.
Svona virkar umsóknarferlið:
Þú fyllir út umsókn um Auðkenniskort.
Í umsókninni velur þú skráningarstöð sem hentar þér best að mæta á og sækja Auðkenniskortið. Athugaðu að nauðsynlegt er að mæta í eigin persónu á skráningarstöð, engin undanþága er veitt frá þeirri reglu.
Þú greiðir árgjaldið fyrir kortið í greiðslugátt Auðkennis.
Þú finnur til persónuskilríki sem þú mætir með á skráningarstöðina sem þú valdir til þess að fá Auðkenniskortið afhent.
Kortalesari fæst á skráningarstöðinni.
Smelltu hér til að sækja um rafræn skilríki á Auðkenniskorti.