Um búnað­ar­skil­ríki

Búnaðarskilríki eru hönnuð fyrir kerfi sem hafa bein samskipti við sambankakerfi banka og sparisjóða. Með búnaðarskilríkjum er því hægt að beintengja bókhaldskerfi fyrirtækisins við kröfupotta bankanna.

Einnig gætu þjónustuveitendur þurft að hafa búnaðarskilríki til að bjóða upp á undirskriftir með rafrænum skilríkjum á vefsvæðin sín en það fer eftir því hvaða tæknilega leið er valin í innleiðingu innskráningarkerfisins.

Gildistími og verð

Þegar þú sækir um búnaðarskilríki velur þú gildistímann sem getur verið frá einu til fjögurra ára. Kostnaður fer eftir gildistíma, smelltu hér til að skoða gjaldskránna.

Athugið!
Búnaðarskilríki eru aldrei endurnýjuð heldur þarf að sækja um ný áður en þau eldri renna út og stilla þarf bæði kerfin hjá þjónustuveitandanum og ytri aðila þannig þau notist við nýja skilríkið.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Símsvörun og netspjall virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345