Umboð fyrir lögbæran fulltrúa
Þegar sótt er um rafræn skilríki fyrir starfsfólk þarf að tilgreina lögbæran fulltrúa í umsókninni.
Samkvæmt reglum Auðkennis um umsjón og útgáfu rafrænna skilríkja þarf lögbær fulltrúi að undirrita umsóknir um rafræn skilríki sem sótt er um fyrir viðkomandi lögaðila.
Lögbær fulltrúi er sá einstaklingur sem hefur umboð til að skuldbinda viðkomandi lögaðila. Lögbær fulltrúi þarf því að hafa prókúru eða umboð frá skráðum prókúruhafa.
Ef umboð er ekki skráð í Fyrirtækjaskrá þá þarf að fylla út rafrænt umboð.