Um rafræn skil­ríki á Auðkenn­iskorti

Einstaklingar geta fengið útgefin rafræn skilríki á Auðkenniskorti sem er plastkort í sömu stærð og greiðslukort.

Þann 18. febrúar 2025 voru gerðar breytingar á þjónustu Auðkennis á þá leið að einkaskilríki og starfsskilríki voru sameinuð undir heitinu rafræn skilríki á Auðkenniskorti

Einstaklingar sem hafa notað starfsskilríki ættu í flestum tilfellum að geta notað rafræn skilríki á Auðkenniskorti til að framkvæma allar rafrænar aðgerðir fyrir hönd lögaðila svo lengi sem viðkomandi er með prókúru eða umboð á vef viðeigandi þjónustuveitanda. Í einstaka tilfellum geta þó búnaðarskilríki  þurft að koma í stað starfsskilríkja þar sem rafræn skilríki á Auðkenniskorti innihalda ekki kennitölu lögaðila.

Til þess að nota Auðkenniskortið þarf sérstakan kortalesara sem tengist tölvunni með USB tengi. Kortalesari fæst hjá flestum bankaútibúum og hjá okkur í Auðkenni, Katrínartúni 4 á fyrstu hæð.

  • Líkt og með önnur rafræn skilríki hefur aðeins skilríkjahafinn sjálfur heimild til að nota þau.

  • Mikilvægt er að hafa í huga að skilríkjahafinn getur einnig notað starfsskilríki til persónulegra aðgerða t.d. við innskráningu í netbankann sinn.

Gildistími
Þegar sótt er um rafræn skilríki á Auðkenniskorti er valinn gildistími sem getur verið allt að fjórum árum, smelltu hér til að sjá gjaldskrá.


Athugaðu!
Eins og stendur styður Mac-umhverfið ekki hugbúnað Auðkenniskorta..

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Símsvörun og netspjall virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345