Um innsigli

Innsigli er rafræn framsetning af stimpli eða innsigli sendanda.

Þegar skjal hefur verið innsiglað með innsigli frá Auðkenni getur móttakandi rafrænna skjala frá þér treyst uppruna skjalslins. Jafnframt er tryggt að skjalinu hafi ekki verið breytt frá því að þú innsiglaðir það.

Hvenær er þörf á að nota innsigli?

Kaupsamningar vegna fasteigna eða prófskírteini frá háskóla eru dæmi um skjöl sem mikilvægt er að innsigla svo móttakandi geti í góðri trú verið viss um að skjalið hafi raunverulega verið gefið út af sendanda og ekki hafi verið átt við innihald skjalsins.

Tvær tegundir:

Við bjóðum upp á tvær tegundir af innsiglum, annars vegar NCP Advanced sem hægt er að setja upp á hvaða tölvu sem er og hins vegar fulllgild innsigli, NCP+ sem þarfnast sérstaks búnaðar.

Gildistími og verð

Þegar þú sækir um innsigli velur þú gildistímann sem getur verið frá einu til fjögurra ára. Kostnaður fer eftir gildistíma og tegund innsiglis, smelltu hér til að skoða gjaldskránna.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345