Notkun starfsskilríkja
Þegar starfsskilríki eru notuð þarf að setja upp þar til gerðan hugbúnað í tölvuna sem er notuð til innskráningar með starfsskilríkjunum.
Áður en þú byrjar að nota Auðkenniskortið
Opnaðu Microsoft store í tölvunni þinni, það gerir þú með því að skrifa „Microsoft store“ á leitarstikuna sem ætti að vera neðst á skjánum þínum.
Leitaðu þar eftir Nexus Smart ID hugbúnaðinum.
Þegar þú hefur fundið hugbúnaðinn þá smellir þú á „Get“ og svo „Install“.
Tvísmelltu á forritið þar sem þú vistaðir það og keyrðu það upp. Notaðu sjálfgefnar stillingar.
Þú gætir þurft að endurræsa tölvuna.
Síðan þarftu að sækja SafeNet-Minidriver (hlekkur hér neðar) og hlaða niður á tölvuna þína.
Smelltu á forritið.
Veldu „Next“ og „I accept the terms in the licence agreement“ og smelltu svo á „Next“.
Að lokum smellir þú svo á „Install“ og „Yes“ til þess að klára uppsetninguna.
Smelltu hér ef þú ert með Auðkenniskort sem var gefið út í september 2022 eða fyrr.
Kortalesari
Starfsskilríkin eru sett í kortalesara sem tengdur er við tölvu með USB tengi. Kortalesara er hægt að fá í flestum útibúum banka og sparisjóða og hjá Auðkenni í Katrínartúni 4, á fyrstu hæð.
Athugið!
Starfsskilríkin virka því miður ekki til notkunar með tölvum frá Apple þar sem Nexus Smart ID hugbúnaðurinn styður ekki Mac-umhverfið eins og er.