Um rafræn skil­ríki á Auðkenn­iskorti

Einstaklingar geta fengið útgefin rafræn skilríki á Auðkenniskorti sem er plastkort í sömu stærð og greiðslukort.

Til þess að nota Auðkenniskortið þarf sérstakan kortalesara sem tengist tölvunni með USB tengi. Kortalesari fæst hjá flestum bankaútibúum og hjá okkur í Auðkenni, Katrínartúni 4 á fyrstu hæð.

Gildistími
Þegar sótt er um rafræn skilríki á Auðkenniskorti er valinn gildistími sem getur verið allt að fjórum árum, smelltu hér til að sjá gjaldskrá.


Athugaðu!
Auðkenniskortin henta því miður ekki fyrir tölvur frá Apple þar sem hugbúnaðurinn sem þarf að nota styður ekki Mac-umhverfið.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345