Nexus hugbún­aður

Setja þarf upp Nexus Personal hugbúnaðinn er fyrir eldri útgáfu af Auðkenniskortum.

Eldri útgáfur af kortunum voru gefnar út fyrir 16. september 2022, þessi kort eru með nafn og kennitölu korthafa á bakhlið kortsins.

Veldu að sækja hugbúnaðinn eftir stýrikerfi á tölvunni þinni.

Athugið:
Linux útgáfurnar styðja aðeins Debian miðuð Linux stýrikerfi.

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á Windows og Linux

  1. Fyrst þarf að sækja Nexus Personal hugbúnaðinn.

  2. Veldu "Save As..." og vistaðu hugbúnaðinn á tölvuna þína.

  3. Tvísmelltu á forritið þar sem þú vistaðir það og keyrðu það upp. Notaðu sjálfgefnar stillingar.

  4. Eftir að forritið er uppsett og keyrandi á tákn "Nexus Personal" að sjást í stjórnstiku tölvunnar.

  5. Í sumum tilfellum þarf að endurræsa tölvuna eftir uppsetningu.

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á Mac

  1. Kortalesari
    Tengdu kortalesara við USB-tengið í tölvunni, nema þú hafir innbyggðan kortalesara í henni. Í langflestum tilfellum finnur tölvan réttan rekil sjálfkrafa á svipaðan hátt og þegar nýr prentari er tengdur.

  2. Setja upp Nexus Personal
    Svo kortalesarinn geti lesið Auðkenniskortið þarftu að setja upp Nexus Personal forritið (sjá hlekk hér fyri ofan til að sækja)

  3. Setja skilríki í lesarann
    Stingdu kortinu með rafrænu skilríkjunum í lesarann þannig að örgjörvinn snúi upp og að lesaranum. Þegar kortalesarinn les skilríkin þá ætti „Personal-táknið“ á neðstu stikunni að snúast í hringi.

  4. Ræsa vafrann
    Nú skaltu ræsa þann vafra sem þú vilt nota, þú getur prófað að skrá þig inn, t.d. í netbankann þinn eða einhvern annan vef sem styður raræn skilríki á korti. Mundu að þú átt aðeins að nota fyrstu 4 tölustafina í PIN-númerinu.

Það getur verið snúið fyrir MAC-notendur að nota VEF-tollafgreiðslu hjá Tollstjóra. Við mælum með að þú fylgir notkunarleiðbeiningum.

Hafðu endilega samband við okkur ef þig vantar aðstoð.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345