Að fá rafræn skilríki á SIM-kort
Það er einfalt að fá rafræn skilríki á SIM-kort en þau eru gefin út á skráningarstöðvum um allt land.

Þú ferð á næstu skráningarstöð með símann þinn og persónuskilríki af samþykktri tegund og færð þá útgefin rafræn skilríki.
Skráningarstöðvar eru staðsettar
Í bankaútibúum
Hjá símafélögum
Hjá Auðkenni, Katrínartúni 4 á 1. hæð
Á korti yfir skráningarstöðvar getur þú séð allar staðsetningar og valið þá sem hentar þér best að mæta á.