Rafræn skil­ríki fyrir ólögráða

Ólögráða, einstaklingar undir 18 ára aldri, geta fengið rafræn skilríki ef einn forsjáraðili undirritar umsókn.

Þjár leiðir til undirritunar eru í boði:

A) Sjálfskráning í Auðkennisappi er aðgengileg fyrir 13-17 ára með samþykki og undirritun forsjáraðila.

B) Forsjáraðili undirritar rafrænt áður en ólögráða einstaklingur mætir á skráningarstöð.

C) Forsjáraðili og ólögráða einstaklingur mæta saman á skráningarstöð og undirrita umsókn.

Athugið! Báðir aðilar þurfa að framvísa leyfðum persónuskilríkjum á skráningarstöð.

Svona er ferlið þegar leið A er valin:

  1. Ólögráða einstaklingur á aldrinum 13-18 ára sækir Auðkennisappið og velur skráningu með lífkennum

  2. Smellir á hnappinn Ég er ólögráða.

  3. Fer í gegnum ferli sjálfskráningu með lífkennum og vegabréfi, og velur PIN-númer.

  4. Sendir hlekk á forrsjáraðila um undirritun.

  5. Þá hefur forsjáraðili 60 mínútur til að undirrita umsóknina rafrænt

  6. Þegar undirritun er lokið getur ólögráða einstaklingurinn klárað útgáfu skilríkja í sínu snjalltæki

Svona er ferlið þegar leið B er valin:

  1. Forsjáraðili fer inn á Mínar síður Auðkennis og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.

  2. Smellir á hnappinn Sækja um skilríki fyrir ólögráða.

  3. Skráir kennitölu ólögráða einstaklings inn og smellir á hnappinn Skrá upplýsingar.

  4. Umsóknin er nú útbúin og forsjáraðili les yfir skjalið.

  5. Smellir á hnappinn Undirrita rafrænt. Hægt er að hala skjalinu niður með því að smella á táknið á valstikunni fyrir ofan skjalið.

  6. Nú þarf forsjáraðili að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum til að ganga úr skugga um að sama kennitala sé skráð á umsóknina. Athugið að skjalið er nú falið og læst þar til kemur að undirritun.

  7. Ef auðkenning er samþykkt er skjalið birt á ný og umsækjanda boðið að undirrita.

  8. Þegar undirritun er lokið birtast skilaboð um að nú hafi ólögráða einstaklingurinn 30 daga til að mæta á næstu skráningarstöð til að fá rafræn skilríki.

Svona er ferlið þegar leið C er valin:

  1. Forsjáraðili og ólögráða velja þá skráningarstöð sem hentar þeim að mæta á.

  2. Báðir aðilar framvísa leyfðum persónuskilríkjum.

  3. Forsjáraðili undirritar samning.

  4. Skráningarfulltrúi gefur út rafræn skilríki fyrir ólögráða.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Símsvörun og netspjall virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345