Leyfð persónuskilríki
Þegar þú sækir um rafræn skilríki á skráningarstöð þarftu að framvísa persónuskilríkjum sem eru í gildi.
Eftirtalin persónuskilríki eru samþykkt til vottunar einstaklinga:
Vegabréf frá öllum löndum.
Ökuskírteini frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi (ekki stafræn og ekki plöstuð pappírsskírteini).
Nafnskírteini sem einnig eru ferðaskilríki*, gefin út innan Schengen og EES.
Íslensk nafnskírteini, gefin út frá 1. mars 2024 af Þjóðskrá Íslands.
Íslensk dvalarleyfiskort.
Framangreind persónuskilríki þurfa ávallt að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Nafn þarf að vera það sama og hjá Þjóðskrá, ef kennitölu skilríkjahafa er ekki að finna á framvísuðum skilríkjum.
Fæðingardagur þarf að vera sá sami og hjá Þjóðskrá.
Mynd af skilríkjahafa þarf að vera skýr og greinileg.
Skilríkið þarf að vera í gildi þann dag sem sótt er um rafræn skilríki.
Til eru nokkrar mismunandi tegundir af íslenskum vegabréfum. Við tökum á móti þeim öllum nema neyðarvegabréfum.
Almenn vegabréf
Diplómatísk vegabréf
Þjónustuvegabréf
Vegabréf fyrir útlendinga
Ferðaskilríki fyrir flóttamenn
Athugið! Eftirfarandi persónuskilríki eru ekki samþykkt:
Stafræn skilríki
Plöstuð pappírsskírteini. Dæmi um það eru gömlu bleiku eða grænu ökuskírteinin og hvítu nafnskírteinin.
Neyðarvegabréf
Framlengd vegabréf
*Gefin út af erlendu stjórnvaldi samsvarandi Þjóðskrá Íslands. Ef ekki er hægt að staðfesta að nafnskírteinið sé jafnframt ferðaskilríki þá er Auðkenni heimilt að hafna útgáfu rafrænu skilríkjanna. Sjá nánari upplýsingar í reglugerð 866/2017.