Þjónustuveitendur
Innheimt er fast mánaðargjald, 15.000 kr. án vsk., hjá þjónustuveitendum fyrir aðgang að skilríkjakerfinu. Auk þess geta þeir viðskiptavinir, sem að jafnaði falla ekki í 5. þrep eða ofar, greitt aukalega fast mánaðarlegt gjald, 100.000 kr. án vsk. fyrir þá þjónustu sem notendur í 5. þrepi eða ofar njóta vegna magninnkaupa sinna.
Stöðufyrirspurnir vegna auðkenningar
Innheimt er gjald af þjónustuveitendum fyrir hverja stöðufyrirspurn í skilríkjakerfinu. Grunngjald fyrirspurnarinnar er 9,5 kr. án vsk. en veittur er aukinn afsláttur með auknu magni fyrirspurna á mánaðargrundvelli, sbr. neðangreinda töflu:
Gjaldskrá stöðufyrirspurna
Magn fyrirspurna | Frá | Til | Afsláttur | Ein.verð án vsk. | |
---|---|---|---|---|---|
1 þrep | 100 | 1 | 100 | 100% | 0 |
2 þrep | 42.000 | 101 | 42.100 | 0% | 9,5 kr. |
3 þrep | 167.000 | 42.101 | 209.100 | 10% | 8,6 kr. |
4 þrep | 333.000 | 209.101 | 542.100 | 30% | 6,7 kr. |
5 þrep | 457.899 | 542.101 | 1.000.000 | 50% | 4,8 kr. |
6 þrep | 999.999 | 1.000.001 | 2.000.000 | 60% | 3,8 kr. |
7 þrep | allt umfram | 2.000.001 | 65% | 3,3 kr. |
Innheimt er gjald af þjónustuveitendum fyrir hverja undirritunarbeiðni í skilríkjakerfinu. Grunngjald beiðninnar er 180 kr. án vsk. en veittur er aukinn afsláttur með auknu magni beiðna á mánaðargrundvelli, sbr. neðangreinda töflu:
Gjaldskrá undirritunarbeiðna
Magn í flokki | Frá | Til | Afsláttu | Ein.verð án vsk. | |
---|---|---|---|---|---|
1. þrep | 9 | 1 | 9 | 0% | 180 kr. |
2. þrep | 90 | 10 | 99 | 15% | 153 kr. |
3. þrep | 900 | 100 | 999 | 20% | 144 kr. |
4. þrep | 4.200 | 1.000 | 5.199 | 30% | 126 kr. |
5. þrep | Allt umfram | 5.200 | 50% | 90 kr. |
Upphafsgjald
Innheimt er fast upphafsgjald að upphæð 95.000 kr. án vsk. fyrir skráningu og tengingu þjónustuveitenda við skilríkjakerfið.
Innifalið í upphafsgjaldi eru eftirfarandi liðir:
Allt að tveggja klukkustunda aðstoð sérfræðings við uppsetningu.
Búnaðarskilríki gefin út af fullgildu auðkenni með eins árs gildistíma.
Fast mánaðargjald þjónustuveitandans í upphafsmánuði og næsta almanaksmánuði.
Gildandi gjaldskrá er birt í heild sinni í pdf-útgáfu, sjá hér fyrir neðan. Ef misræmi er milli upplýsinga gildir pdf-útgáfan.