App

Mikilvæg uppfærsla Auðkennisappsins

9.12.2024

Nú í byrjun desember hófum við dreifingu á nýrri útgáfu af Auðkennisappinu, útgáfu 26.2. Flestir notendur Auðkennisappsins fá sjálfvirka uppfærslu, en sumir gætu þurft að opna Apple Store eða Google Play og uppfæra handvirkt.

Framundan eru breytingar á þjónustu Auðkennisappsins með þeim hætti að eldri útgáfur verða óvirkar frá 18. desember. Ástæðan fyrir breytingunum er til þess að tryggja hæstu öryggisstaðla og bæta notendaupplifun.

Mikilvægar dagsetningar:

  • 5. desember 2024: Dreifing á Auðkennisappinu útgáfu 26.2 hófst.

  • 9.-17. desember 2024 Notendum með eldri útgáfur boðið að uppfæra appið. Nýskráning með eldri útgáfum verður stöðvuð.

  • 18. desember 2024: Notkun á eldri útgáfum Auðkennisappsins verður óvirk þar til appið hefur verið uppfært.

Svo nýja útgáfan virki þarf snjalltækið að vera með uppfært stýrikerfi, að minnsta kosti útgáfu 13 í iOS og 6 í Android. Ef notendur geta ekki uppfært stýrikerfið sitt, er mælt með að þeir uppfæri snjalltækið sitt til að halda áfram að nota Auðkennisappið á öruggan hátt.

Fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Við erum alltaf tilbúin að aðstoða. Sláðu á þráðinn eða sendu okkur línu og við bregðumst við um hæl.

Afgreiðslutími

Virka daga 10-16
Þjónustuverið er opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-18

KT. 521000-2790 — VSK nr. 69345